Tónleikar, Upprásin
Verð
2.000 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 4. nóvember - 20:00
Salur
Kaldalón
Á þessum tónleikum koma fram þau K.óla, MOTET og Turturi.
Harpa, í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík, Rás 2 og Landsbankann, stendur fyrir Upprásinni, tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur. Upprásin fer nú fram þriðja árið í röð og munu samtals 27 hljómsveitir koma fram, þrjár á hverju tónleikakvöldi.
Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka við fjölbreytni. Markmiðið er einnig að tónlistaráhugafólk geti gengið að því vísu að heyra fjölbreytta nýja íslenska tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.
Miðaverð er aðeins 2000 kr. en hægt er að leggja til hærri upphæð í miðasöluferlinu sem rennur beint til listafólksins.
K.ólaK.óla hefur verið virk á tónlistarsviðinu undanfarin sjö ár þar sem hún kemur fram ýmist ein síns liðs eða með hljómsveit. Tónlist hennar er gáskafull og grípandi, textarnir einlægir og sérkennilegir. Grímur, bláir plastkjólar og litríkir búningar setja svip sinn á tónleika K.óla þar sem hún leikur á rafmagnsgítar eða bassa og syngur. K. óla hefur verið tilnefnd til og hlotið tónlistarverðlaun svo sem Kraumsverðlauna og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún hefur starfað með tónlistarfólki á Íslandi og á erlendri grundu svo sem í Færeyjum og í Þýskalandi.
MOTET
MOTET er hljóð-- og sjónlistadúett en að baki honum standa þeir Þorsteinn Eyfjörð og Owen Hindley. Í mögnuðum heimi þeirra renna saman lífræn og vélræn hljóð, spenna á milli fegurðar og eyðileggingar, vonar og uppgjafar. Hljóðið og hinn sjónræni heimur renna saman í eitt og hafa áhrif hver á annan.
Turturi
Turturi (gamalt íslenskt orð fyrir turtildúfu) er íslensk hljómsveit, stofnuð árið 2024. Sveitin flytur frumsamið efni en textar þeirra eru á íslensku. Innblástur fær hljómsveitin úr draumkenndu indí-poppi, blóma-fólktónlist/rokki 7. - 8. áratugarins og afslöppunardjassi. Turtura skipa Eydís Egilsdóttir Kvaran, gítar og söngur, Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, bassi og söngur, Bjarki Hall, hljómborð og söngur og Sævar Andri Sigurðarson, trommur og slagverk.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
2.000 kr.
Dagskrá
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni