

Nú er tækifæri fyrir fyrirtæki og hópa að brjóta upp daginn og bóka ítalskan eða íslenskan jólabröns í hádeginu í einstöku umhverfi Hörpu.
Í boði er ítalskur jólabröns sérhannaður af Leifi Kolbeinssyni, veitingamanni á La Primavera, eða hefðbundið íslenskt jólahlaðborð, sérvalið af Stefáni Elí, yfirmatreiðslumanni í Hörpu. Þitt er valið.
Víðs vegar í Hörpu eru fallegir salir og rými með stórkostlegu útsýni sem henta fyrir flestar stærðir hópa. Skoðaðu salina hér fyrir neðan.

Ráðstefnudeild
radstefnur@harpa.is

Grímur Þór Vilhjálmsson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
grimur@harpa.is
661 5898

Hrafnhildur Svansdóttir
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
hrafnhildur@harpa.is
858 1991

Rúnar Freyr Júlíusson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
runarfreyr@harpa.is
7769650
Salir og rými
Salur
Svipmyndir
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.
Stærð
407 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Hæðir
2

Háaloft
Háaloft er glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóa og fjallahringinn. Salurinn hentar vel fyrir alls kyns smærri viðburði.
Stærð
200 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
Allt að 5 m

Norðurbryggja
Norðurbryggja er glæsilegt opið rými á fyrstu hæð, fyrir framan salinn Kaldalón, með fallegu útsýni yfir höfnina og Esjuna.
Stærð
300 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,8 m

Þríund
Þríund er á þriðju hæð á austurhlið Hörp,u við hliðina á Eldborg, með stórbrotnu útsýni yfir fjörðinn og nærliggjandi fjöll. Stórir gluggar og hátt til lofts.
Stærð
201 m2
—
Sæti
Fer eftir uppröðun
—
Lofthæð
3,10 m
