Jól, Rokk og popp, Tónlist
Verð
4.990 - 18.990 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 23. desember - 22:00
Salur
Eldborg
Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra. Tónleikarnir í ár eru merkilegir fyrir þær sakir að tónleikaröðin fagnar 40 ára afmæli. Fyrstu Þorláksmessutónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985. Þótt staðsetning tónleikanna hafi breyst í gegnum tíðina má alltaf stóla á það að Bubbi mætir með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.
Sérstakir gestir að þessu sinni í Eldborgarsal Hörpu er hljómsveitin The Vintage Caravan og má finna gríðarlega spennu og tilhlökkun hjá bandinu að fá að koma fram á þessum merka viðburði með sjálfum kónginum.
Til hamingju, Bubbi Morthens, með þessi merku tímamót og kæru gestir, eigið gott kvöld.
Viðburðahaldari
Bubbi Morthens
Miðaverð er sem hér segir
A
14.990 kr.
B
11.990 kr.
C
8.990 kr.
D
6.990 kr.
E
4.990 kr.
VIP
18.990 kr.
X
16.990 kr.
Dagskrá
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.
Næstu viðburðir í Eldborg