Kammermúsíkklúbburinn, Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
2.450 - 4.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 18. janúar - 16:00
Salur
Norðurljós
Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 og kynnir nú 69. starfsár sitt. Árskort sem gildir á alla tónleika starfsársins kostar 20.000 kr. en fullt verð á stökum aðgöngumiðum er 4.900 kr. Hægt er að kaupa árskortin hjá miðasölu Hörpu og með því að smella hér.
Unnendur strengjakvartetta mega ekki að missa af þessum tónleikum þar sem tveir kvartettar í f-moll, op. 20. nr. 5 eftir Haydn og op. 80 nr. 6 eftir Mendelssohn verða í aðalhlutverki. Auk þeirra verður Strengjakvartett nr. 2eftir jamaíska tónskáldið Eleanor Alberga frumfluttur á Íslandi, en hún samdi verkið árið 1994. Flytjendur eru meðal þeirra fremstu af yngri kynslóð íslenskra hljóðfæraleikara . Þau eru öll starfandi erlendis en þau koma sérstaklega til landsins til að flytja þessa spennandi efnisskrá.
Efnisskrá
Josef Haydn (1732 - 1809): Strengjakvartett í f-moll, op. 20 nr. 5
I. Allegro moderato
II. Minuetto
III. Adagio
IV. Finale: Fuga a due soggetti
Eleanor Alberga (1949): Strengjakvartett nr. 2
HLÉ
Felix Mendelssohn Bartholdy (1809 - 1847): Strengjakvartett í f-moll, op. 80 nr. 6
I. Allegro vivace assai
II. Allegro assai
II. Adagio
V. Finale: Allegro molto
Flytjendur
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla
Brian Hong, víóla
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.
Viðburðahaldari
Kammermúsíkklúbburinn
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
A
2.450 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum