

Tónsköpunarverðlaun fyrir börn og ungmenni
Upptakturinn er tónsköpunarverkefni, ætlað börnum og ungmennum í 5. – 10. bekk. Þau fá hvatningu til að semja tónlist og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með aðstoð tónlistarnema við LHÍ og starfandi tónlistarfólks. Að þessu ferli loknu höfum við eignast ný tónverk sem eru flutt á glæsilegum tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á Barnamenningarhátíð ár hvert.
Upptakturinn var fyrst sleginn árið 2012 og hefur þróast, vaxið og dafnað æ síðan en um 150 börn og ungmenni hafa hlotið Tónsköpunarverðlaun Upptaktsins.
Árið 2022 hlaut Upptakturinn hin alþjóðlegu YAM - verðlaun (Young Audience Music Awards) sem besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.
Markmið Upptaktsins
Sköpun
Að hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist.
Úrvinnsla
Að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar.
Flutningur
Að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Hörpu.
Skráning
Að tónlist sé hljóðrituð og henni miðlað áfram
Reglur
Að skilafresti liðnum
Starfandi tónlistarfólk úr ólíkum áttum situr í valnefnd og velur 13 verk úr innsendum hugmyndum.
Verkin sem komast áfram verða fullunnin í tónsmiðju með tónsmíðanemum í Listaháskóla Íslands og fagfólki í tónlist. Tónsmiðjur fara fram í LHÍ og Hörpu í mars 2026.
Öll tónverkin verða flutt á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu 22. apríl 2026. Tónleikarnir eru liður í Barnamenningarhátíð í Reykjavík.
Öll verkin sem flutt eru á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin Upptakturinn 2026.
RÚV er samstarfsaðili Upptaktsins, tekur upp tónleikana og framleiðir viðtöl við ungu tónskáldin.
Upptakturinn er verkefni á vegum Hörpu í samstarfi við Listaháskóla Íslands, RÚV og Tónlistarborgina Reykjavík. Í samstarfi eru einnig Borgarbyggð, Fjarðarbyggð, Garðabær, Kópavogur, Menningarfélag Akureyrar, Mosfellsbær. Samtök sunnlenskra sveitafélaga og Vestfirðir.
Kynningarmyndband











