Ýlir
Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk hefur það að markmiði að styðja ungt tónlistarfólk og veita því tækifæri til að koma fram í Hörpu. Sjóðurinn styður við verkefni af ólíkum toga og vill þannig ýta undir fjölbreytt tónlistarlíf í húsinu.
Umsóknarferli fyrir árið 2026 er hafið og er til og með 31. október 2025. Vinsamlega kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins vel áður en sótt er um. Umsóknareyðublað er hér fyrir neðan.
