Harpa nýtir sér þjónustu Klappir Grænar lausnir hf. til að halda utan um gögn er varða umhverfisstjórnun, en önnur gögn koma úr kerfum félagsins. Öll gögn eru sett fram af bestu vitund og rýnd og yfirfarin af starfsfólki og stjórnendum Hörpu reglulega. Harpa hefur þannig með virku umhverfisstjórnunarkerfi getað sett sér mælanleg markmið um hagræðingar og dregið úr losun.
Harpa kaupir vottaðar losunarminnkunareiningum (CER) í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, sem eru með umsjón yfir verkefnunum. CER einingarnar er aðeins gefnar út fyrir áreiðanlega loftlagsvæn verkefni sem kallast Clean Development Mechanism (CDM). Öll þessi verkefni eru í þróunarlöndunum og stuðla að sjálfbærri þróun. Til þess að verkefni teljist til CDM verkefnis þá þarf það að standast strangar kröfur og margir hagsmunaaðilar sem koma að því.
Unknown section type