Harpa nýtir sér þjónustu Klappir Grænar lausnir hf. til að halda utan um gögn er varða umhverfisstjórnun, en önnur gögn koma úr kerfum félagsins. Öll gögn eru sett fram af bestu vitund og rýnd og yfirfarin af starfsfólki og stjórnendum Hörpu reglulega. Harpa hefur þannig með virku umhverfisstjórnunarkerfi getað sett sér mælanleg markmið um hagræðingar og dregið úr losun.
Harpa kaupir vottaðar losunarminnkunareininguar (CER) í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. CER einingarnar eru aðeins gefnar út fyrir áreiðanlega loftlagsvæn verkefni sem kallast Clean Development Mechanism (CDM). Öll þessi verkefni eru í þróunarlöndunum og stuðla að sjálfbærri þróun. Til þess að verkefni teljist til CDM verkefnis þá þarf það að standast strangar kröfur og eru margir hagsmunaaðilar sem koma að því.

Harpa er upplýst um mikilvægi þess að sporna gegn loftlagsbreytingum með því að draga fyrst og fremst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Harpa hefur kolefnisjafnað losun í starfseminni á GHL fyrir árin 2020-2023 í tveimur verkefnum: Uppbygging á umhverfisvænni eldunaraðstöðu í Malaví og uppbygging á jarðgerðastöð í Delhi. Fyrir árið 2024 hefur Harpa kolefnisjafnað losun á starfseminni á GHL í gegnum verkefnið National Solar Power Development Programme.
Kolefnisjöfnunarverkefni 2024
Harpa hefur kolefnisjafnað fyrir umfang 1,2,3 fyrir árið 2024 hjá Sameinuðu þjóðunum í gegnum verkefnið National Solar Power Development Programme á Indlandi. Keyptar voru kolefniseiningar til mótvægis við þá losun sem var á beinni ábyrgð Hörpu vegna lekalosunar, rafmagns, hitaveitu, úrgangs, flutnings, viðskiptaferða og samgangna starfsfólks til og frá vinnu.
National Solar Power Development Programme er það fyrsta sinnar tegundar og var tekið í notkun þegar nýting á sólarorku var að hefjast í landinu og fjármagnskostnaður vegna hennar mjög óhóflegur.
Þessi verkefni hafa verið sett upp á afskekktum svæðum landsins, þorpum í Gujarat og Rajasthan og hafa skapað yfir 60 varanleg og tímabundin störf fyrir íbúa. Með því að bjóða bæði faglærðu og ófaglærðu starfsfólki atvinnutækifæri bæta þessi verkefni efnahag íbúa á staðnum.
Verkefnið hefur einnig stuðlað að þróun 20 námsmiðstöðva á afskekktum svæðum þar á meðal í Banswara og Rajasthan. Lögð er áhersla á að styrkja stúlkur með því að veita yfir 400 stúlkum fría grunnmenntun.
Verkefnið framleiðir 45.000+MWh af hreinni orku árlega og sparar meira en 43.000 carbon tonn af jarðefnaeldsneyti, sem hefði annars verið nýtt á svæðinu.
Samhliða ávinningi um sjálfbæra þróun styður verkefnið við heimsmarkmið númer 8 og 13 sem Harpa starfar eftir.
Frá árinu 2020-2023 var kolefnisjafnað fyrir Umfang 3 en tekin var ákvörðun um að kolefnisjafna einnig Umfang 1 og 2 fyrir árið 2024, til viðbótar við Umfang 3.