Rising Stars, Tónleikar, Tónlist

Event poster

Rising Stars | Álfheiður Erla og Kunal Lahiry - Lady Lazarus

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 10. maí - 20:00

Salur

Norðurljós

Lafði Lazarus er yfirskrift lokatónleika Rising Stars tónlistarhátíðarinnar í Hörpu þar sem fram koma sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Kunal Lahiry. 

Ljóð Sylviu Plath, Lady Lazarus, sem þýska tónskáldið Aribert Reimann samdi magnað einsöngsverk sitt við árið 1992, myndar þráð í gegnum efnisskrána sem teygir sig yfir margar aldir og hverfist um stef á borð við frelsi og viðnám gegn kúgun. Á meðal tónverka er Íslandsfrumflutningur á verkinu Náðarstef sem María Huld Markan Sigfúsdóttir samdi sérstaklega fyrir Álfheiði og Kunal, við ljóð þriggja skálda úr ólíkum áttum.    

Undanfarna mánuði hafa Álfheiður Erla og Kunal komið fram í mörgum af virtustu tónleikahúsum Evrópu svo sem í Elfphilharmonie í Hamborg, Concertgebouw í Amsterdam og Parísarfílharmóníunni. Nú er röðin komin að Hörpu.

EFNISSKRÁ

Henry Purcell (1559 - 1695)  / John Dryden
Music for a While (úr Ödupusi, konungi Þebu), Z 583/2 (úts. W. Bergmann / M. Tippett)

Aribert Reimann (1936 - 2024) / Sylvia Plath
I Have Done it Again (úr Lady Lazarus, 1999)

Franz Schubert (1727 - 1810) /  Josephine von Munk-Holzmeister
Blondel zu Marien, D 626 

Carol Anne McGowan (1983) /  Mary Elizabeth Frye
Do Not Stand by My Grave and Weep

Aribert Reimann / Sylvia Plath
The Nose, the Eye Pits, the Full Set of Teeth? (úr Lady Lazarus)

Benjamin Britten (1913 - 1976) / Arthur Rimbaud
Les illuminations op. 18: VI. Interlude
Les illuminations op. 18: VII.  Being Beauteous 

María Huld Markan Sigfúsdóttir (1980) 
Náðarstef (2025)
I. Nóttin er mér náðardjúp (Fríða Ísberg)
II. Síðasta ljóðið (Halina Poswiatowska / ísl. þýðing: Maó Alheimsdóttir)
III. Fljúgandi ljóð (Mosab Abu Toha, ísl. þýðing: Móheiður Hlíf Geirslaugsdóttir)
(pantað af Hörpu, Philharmonie Luxemburg, ECHO)

Aribert Reimann (1936 - 2024)
The First Time it Happened I Was Ten (úr Lady Lazarus)

Christian Jost (1963) / Franz Kafka
Der explodierende Kopf

Luciano Berio (1925 - 2003)
Wasserklavier (úr 6 Encores)

Shawn E. Okpebholo (1981) 
Oh, Freedom (úr Songs in Flight)

Aribert Reimann (1936 - 2024)
There Is a Charge (úr Lady Lazarus)

Henry Purcell (1559 - 1695) / Ókunnur höfundur
By beauteous softness (úr Now Does the Glorious Day Appear, Z 332 'Birthday Ode for Queen Mary II') 

-

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir stundaði söngnám við Söngskóla Sigurðar Demetz og í Hanns Eisler tónlistarháskólanum í Berlín, þaðan sem hún lauk bakkalár- og meistaranámi. Hún þreytti frumraun sína í Staatsoper Berlin árið 2019 í hlutverki Mjallhvítar í óperunni Schneewittchen eftir Wolfgang Mitterer og var boðið að taka þátt í SongStudio, meistaranámskeiði á vegum söngkonunnar Renée Fleming í Carnegie Hall í New York sama ár. Hún er einnig Britten-Pears Young Artist, hefur tekið þátt í Academy Orsay-Royaumont í Frakklandi og hreppti tvenn verðlaun í alþjóðlegu Haydn söngkeppninni í Austurríki.

Álfheiður Erla hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2021 sem söngkona ársins í flokknum sígild og samtímatónlist og var valin í 16 manna úrslit BBC Cardiff söngkeppninnar sama ár.

Álfheiður Erla var fastráðin við Theater Basel í Sviss frá  2021. Þar hefur hún farið með ýmis hlutverk, meðal annars Gildu í Rigoletto eftir Verdi, sópranhlutverkið í Mattheusarpassíunni eftir Bach og Einstein on the Beach eftir Philip Glass og engilinn í St. François d'Assise eftir Messiaen.

Árið 2022 sá Álfheiður um listræna stjórn og söng á viðburðinum Apparition ásamt píanóleikaranum Kunal Lahiry í Eldborgarsal Hörpu, þar sem tón-, dans- og sjónlistir tvinnuðust saman en viðburðurinn var tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023.

Árið 2023 kom út platan Poems hjá Deutsche Grammophon, sem inniheldur verk sem Álfheiður söng og samdi ásamt tónskáldinu Viktori Orra Árnasyni við ljóð ýmissa íslenskra ljóðskálda.

Álfheiður mun syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands í 8. sinfóníu Gústafs Mahlers vorið 2026, á tónleikum sem fram fara á Listahátíð í Reykjavík. Þá mun hún einnig fara með titilhlutverkið í óperu Unsuk Chin, Alice, í Vínarborg í vetur. 

Álfheiður er tilnefnd af Hörpu og Philharmonie Luxembourg sem Rising Stars listamaður. Hún er fyrst íslenskra listamanna til að taka þátt í þessu verkefni.

-

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Rising Stars-verkefnið er margþætt; það veitir ungu og framúrskarandi tónlistarfólki færi á að koma fram í frábærum tónlistarhúsum víðs vegar um Evrópu og veitir jafnframt ferskum straumum inn í tónlistarlíf og dagskrá viðkomandi tónlistarhúsa. Verkefnið styður við nýsköpun en þeir hópar og einstaklingar sem valdir eru til þátttöku í Rising Stars panta tónsmíð sem er flutt er á öllum tónleikum viðkomandi. Samhliða tónleikahaldi tekur unga tónlistarfólkið þátt í samfélagslegum tónlistarverkefnum sem lúta að miðlun, kennslu og/eða viðburðahaldi, gjarnan utan hins hefðbundna tónleikasalar en verkefnin eru ákveðin í samstarfi við viðkomandi tónlistarhús.

Um 110 tónleikar fara árlega fram á vegum Rising Stars. Á meðal tónlistarfólks sem komið hefur fram undir merkjum Rising Stars eru fiðluleikararnir Patricia Kopatchinskaja, Renaud Capuçon og Janine Jansen, píanóleikararnir Khatia Buniatishvili og Igor Levit, sellóleikarinn Kian Soltani og strengjakvartettarnir Quarteto Casals og Belcea Quartet.

-


ECHO, samtök evrópskra tónleikahúsa, voru stofnuð árið 1991 en í samtökunum eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum.  Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.

-

RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU
9. - 10. maí 2026 í Norðurljósum

Laugardagur, 9. maí kl. 17
Maat saxófónkvartettinn: Blackbird

Laugardagur, 9. maí kl. 20
Giorgi Gigashvili, píanó

Sunnudagur, 10. maí kl. 17
Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn

Sunnudagur, 10. maí kl. 20
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

5.000 kr.

Dagskrá

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

a large auditorium filled with rows of chairs and purple lights .

Næstu viðburðir í Norðurljósum