Heiðurstónleikar, Rokk og popp, Tónlist

Event poster

BUDDY HOLLY & THE CRICKETERS

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.990 - 16.990 kr

Næsti viðburður

þriðjudagur 12. maí - 20:00

Salur

Eldborg

„BUDDY BRILLIANT” Graham Norton, BBC ONE

Öll vinsælustu lög Buddy Holly, og nokkur laga félaga hans, verða flutt þann 12.maí næst komandi, á sviði Eldborgar af fimm stórskemmtilegum og hæfileikaríkum leikurum og tónlistarmönnum frá Bretlandi. Hvert sem þessir drengir fara, gleðja þeir áhorfendur með þessari frábæru sýningu sinni. Þessi tveggja klukkustunda langa sýning er ekki bara  kraftmikil, heldur hrífandi. Og svo sannarlega fyndin! Ein allra besta Buddy Holly sýning sem framleidd hefur verið. Áhorfendur á öllum aldri um heim allan hafa átt erfitt með að sitja kyrrir í sætum sínum. Frá Swansea til Svíþjóðar, Taunton til Taílands, Dundee til Dúbaí og um öll Bandaríkin hafa hundruðir þúsunda áhorfenda sýnt þakklæti sitt með standandi lófataki, kvöld eftir kvöld. Nú loksins á Íslandi!

Sama hvort þú ert ungur að árum eða ungur í anda, verður þessi kvöldstund með Buddy og strákunum í Cricketers ógleymanleg. Allir í salnum munu syngja og dansa, því sama hvaða dagur er, er hver dagur Holly dagur með Buddy Holly & The Cricketers!  

Buddy Holly (fæddur Charles Hardin Holley, 1936–1959) var bandarískur söngvari, lagahöfundur og gítarleikari sem markaði djúp spor í þróun rokksins á aðeins fáum árum. Hann var einn af fyrstu tónlistarmönnunum sem blandaði saman country, rhythm & blues og rock 'n' roll. Hann var frumkvöðull bæði í hljóðfæraleik og upptökutækni, og hljómsveitin hans, The Crickets, hafði mikil áhrif á rokkhljómsveitir sem síðar komu fram – þar á meðal The Beatles, The Rolling Stones og Bob Dylan. Þrátt fyrir að ferill hans hafi aðeins staðið í um þrjú ár lék hann stórt hlutverk í að móta hljóðheim og ímynd rock ’n’ roll kynslóðarinnar. Hann lést aðeins 22 ára að aldri í flugslysi í Iowa árið 1959, en tónlist hans lifir enn og hefur óteljandi sinnum verið endurútgefin og flutt.

Helstu lög Buddy Holly:

That’ll Be The Day (1957) – fyrsti stóri smellurinn með The Crickets.

Peggy Sue (1957) – eitt hans þekktasta lag, sígilt rokk ’n’ roll númer.

Everyday (1957) – mjúkt og hrífandi popprokk; gríðarlega vinsælt.

Oh Boy! (1957) – kraftmikið lag með The Crickets.

Maybe Baby (1957) – topphittari í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum.

Words of Love (1957) – fallegt lag sem The Beatles síðar tóku upp.

Heartbeat (1958) – eitt af síðustu lögunum sem hann gaf út á lífsleiðinni.

Rave On (1958) – klassískt Buddy Holly lag með ómótstæðilegum krafti.

True Love Ways (1958) – falleg ballaða, tileinkuð eiginkonu hans.

It Doesn’t Matter Anymore (1959) – eftir Paul Anka; kom út aðeins vikum fyrir andlát hans og varð fyrsta “posthumous number one” í Bretlandi.

Viðburðahaldari

Daldrandi

Miðaverð er sem hér segir

A

15.990 kr.

B

12.990 kr.

C

10.990 kr.

D

7.990 kr.

E

5.990 kr.

X

16.990 kr.

Dagskrá

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

a large empty auditorium with red seats and a stage .

Næstu viðburðir í Eldborg