Fjölskyldudagskrá Hörpu, Menningarnótt, Ókeypis viðburður, Smiðjur
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. ágúst - 13:00
Salur
Hörputorg
Bátasmiðja Memmm er skapandi fjölskyldusamvera. Þar gefst gestum tækifæri til að smíða báta og skip úr opnum efnivið. Öll hafa tækifæri að vera og gera á sínum forsendum og sigla svo bátunum á tjörninni fyrir framan Hörpu og Landsbankann.
Hvar: Á Hörputorgi
Hvenær: 23. ágúst frá 13 - 18
Fyrir hverja: Allar kynslóðir
Gestir geta notið viðburðarins óháð móðurmáli
Aðgangur ókeypis
Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarnætur á Hörputorgi sem er í boði Hörpu, Landsbankans og Hafnartorgs.
--
Memmm hannar og heldur viðburði sem stuðla að nærandi samveru fyrir alla fjölskylduna. Áhersla er lögð á leik, sköpun, flæði og tengingu við náttúru og vísindi. Viðburðir Memmm geta ýmist verið innandyra eða úti við og markmiðið er ávallt að hvetja til þátttöku allra. Memmm samanstendur af fagfólki sem hefur áhuga á velferð fjölskyldna á Íslandi.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. ágúst - 13:00
eventTranslations.event-showcase-hörputorg