Kammermúsíkklúbburinn, Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
2.450 - 4.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 3. maí - 16:00
Salur
Norðurljós
Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 og kynnir nú 69. starfsár sitt. Árskort sem gildir á alla tónleika starfsársins kostar 20.000 kr. en fullt verð á stökum aðgöngumiðum er 4.900 kr. Hægt er að kaupa árskortin hjá miðasölu Hörpu og með því að smella hér.
Á síðustu tónleikum vetrarins flytur Strokkvartettinn Siggi glæsilega og fjölbreytta efnisskrá ásamt þremur gestum á ólík hljóðfæri. Fyrir hlé verða flutt tvö verk fyrir blásturshljóðfæri og strengi, Flautukvartett í D-dúr eftir Mozart með Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Phantasy Quartet eftir Benjamin Britten með Juliu Hantschel, leiðara óbódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Veronique Vöku. Eftir hlé flytur Strokkvartettinn Siggi ásamt Mathias Susaas Halvorsen píanóleikara hið magnaða stórvirki Brahms, Píanókvintett í f-moll.
Efnisskrá
Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791): Flautukvartett í D-dúr, K. 285
I. Allegro
II. Adagio
III. Rondeau
Veronique Vaka (1986): Nýtt verk
Benjamin Britten (1913-1974): Phantasy Quartet fyrir óbó og strengi
HLÉ
Johannes Brahms (1833-1897): Píanókvintett í f-moll op. 34
I. Allegro non troppo
II. Andante, un poco adagio
III. Scherzo: Allegro
IV. Finale
Flytjendur
Strokkvartettinn Siggi (Una Sveinbjarnardóttir, fiðla, Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla og Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló)
Emilía Rós Sigfúsdóttir, flauta
Julia Hantschel, óbó
Mathias Susaas Halvorsen, píanó
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.
Viðburðahaldari
Kammermúsíkklúbburinn
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
A
2.450 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum