Kammermúsíkklúbburinn, Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónlist
Verð
2.450 - 4.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 15. mars - 16:00
Salur
Norðurljós
Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957 og kynnir nú 69. starfsár sitt. Árskort sem gildir á alla tónleika starfsársins kostar 20.000 kr. en fullt verð á stökum aðgöngumiðum er 4.900 kr. Hægt er að kaupa árskortin hjá miðasölu Hörpu og með því að smella hér.
Tónleikarnir eru helgaðir Dmitri Shostakovich, einu merkasta og dáðasta tónskáldi 20. aldarinnar, í tilefni þess að í ágúst 2025 verða liðin 50 ár frá því að hann lést í Moskvu. Á tónleikunum heyrum við æskuverkið Píanótríó nr. 1 sem hann samdi aðeins 16 ára gamall, en Sónötu fyrir fiðlu og píanó samdi hann ekki fyrr en um hálfri öld síðar. Tónleikarnir enda á síðasta verkinu sem Shostakovich lauk við að semja, aðeins örfáum vikum áður en hann lést, en það var hin magnþrungna Sónata fyrir víólu og píanó.
Efnisskrá
Dmitri Shostakovich (1906 - 1975)
Sónata fyrir fiðlu og píanó í G-dúr, op. 134
I. Andante
II. Allegretto
III. Largo
Píanótríó nr. 1 í c-moll, op. 8
HLÉ
Sónata fyrir víólu og píanó, op. 147
I. Moderato
I. Allegretto
III. Adagio
Flytjendur
Judith Ingólfsson, fiðla / víóla
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Vladimir Stoupel, píanó
Judith Ingólfsson, sem fæddist í Reykjavík og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún vann Indianapolis fiðlukeppnina 1998, leikur hér á bæði fiðlu og víólu ásamt eiginmanni sínum og dúófélaga Vladimir Stoupel. Með þeim leikur sellóleikarinn Bryndís Halla Gylfadóttir.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru hluti af Sígildum sunnudögum í Hörpu.
Viðburðahaldari
Kammermúsíkklúbburinn
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
A
2.450 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum