Kór, Ókeypis viðburður

Event poster

RAUST syngur í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 25. maí - 16:00

Salur

Hörpuhorn

RAUST flytur klassísk kórverk í bland við nýjar tónsmíðar frá ólíkum heimshornum. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg.

Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 25. maí kl. 16:00 - 16:30

RAUST er sjálfstætt starfandi blandaður kór stofnaður haustið 2022. Kórinn stofnaði hópur kórsöngvara sem flestir hafa margra ára reynslu af kórsöng og hafa tekið þátt í fjölda alþjóðlegra hátíða og keppna víða um Evrópu undanfarna tvo áratugi. Kórinn leggur áherslu á að flytja fjölbreytta og metnaðarfulla tónlist sem spannar allt frá klassík til nútíma tónsmíða frá öllum heimshornum. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg.

Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Viðburðahaldari

Dægurflugan

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 25. maí - 16:00

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn