Sviðslist, Sýning

Event poster

DARCY OAKE

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.990 - 14.990 kr

Næsti viðburður

föstudagur 3. október - 20:00

Salur

Eldborg

Darcy Oake

Darcy Oake er einn færasti og vinsælasti sjónhverfingamaður heims og er á leiðinni til Íslands með brellur og brögð sem aldrei áður hafa sést á íslensku sviði.

Hann sló eftirminnilega í gegn í þáttunum Britain's Got Talent. Yfir 200 milljónir áhorfenda fylgdust með þegar Darcy Oake steig á svið í þættinum en nú heimsækir hann sviðið í Eldborg og ætlar að leiða áhorfendur inn í aðra veröld. Það eru ágætis líkur á því að hakan detti í gólfið og neglur verði nagaðar í Hörpu föstudaginn 3. október.

Darcy hefur tekið ríkulega arfleifð töfrahefðarinnar og sett á hana ferskan og spennandi svip, við mikla hrifningu áhorfenda um allan heim. Hann leiðir nú nýja kynslóð nútímalegra sjónhverfingamanna, kemur reglulega fram um allan heim og er því mikill fengur í því að fá kappann til Íslands.

MIÐAVERÐ:

Úrvalssæti:       14,990 kr. (fjólublátt á mynd)
Verðsvæði 1:    12,990 kr. (rautt á mynd)
Verðsvæði 2:    10,990 kr. (blátt á mynd)
Verðsvæði 3:      9,990 kr. (grænt á mynd)
Verðsvæði 4:      6,990 kr. (gult á mynd)
Verðsvæði 5:      4,990 kr. (bleikt á mynd)

Umsjón: Sena Live

UM DARCY
Þegar Darcy var 8 ára sýndi faðir hans honum spilagaldur og það kveikti í honum brennandi áhuga á töfrabrögðum. Löngu áður en en hann hafði aldur til að sækja næturklúbba var hann orðinn svo ótrúlega fær í sjónhverfingum að hann kom reglulega fram á slíkum stöðum. Þar á meðal í hinum heimsfræga Magic Castle í Hollywood þar sem hann heillaði áhorfendur upp úr skónum. 16 ára að aldri var hann farinn að að sigra atvinnumenn í faginu í hinum ýmsu keppnum og vann m.a. til gullverðlauna People's Choice í Seattle.

Darcy heldur stoltur á lofti hefð klassískra sjónhverfingamanna á borð við landa hans, Doug Henning, og bætir í með sínum einstaka stíl, sem einkennist af stórfengleika og endalausum sjarma.

Hann kom fram sem gestur í America's Got Talent og sannaði þar enn og aftur að hið ómögulega er mögulegt. Að auki hlaut hann þann heiður að koma fram í 90 ára afmælis fögnuði Elísabetar drottningar þar sem hann lék listir sínar fyrir konungsfjölskylduna. Árið 2018 var Darcy aðalatriðið í 10 sýningum á hinu heimsfræga Calgary Stampede í heimalandi sínu Kanada þar sem hann sýndi fyrir framan yfir 20.000 áhorfendur hvert kvöld. Sama ár var Darcy aðalatriðið í Broadway-sýningunni The Illusionists, á Times Square í New York borg.


Viðburðahaldari

Sena Live

Miðaverð er sem hér segir

A

12.990 kr.

B

10.990 kr.

C

9.990 kr.

D

6.990 kr.

E

4.990 kr.

X

14.990 kr.

Dagskrá

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

a large empty auditorium with red seats and a stage .

Næstu viðburðir í Eldborg