Klassík, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníuhljómsveit, Tónlist

Event poster

Daníel & Tsjaj­kovskíj - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.990 - 10.100 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 25. september - 19:30

Salur

Eldborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason

Einleikari: Anna Geniushene

Efnisskrá
Hildur Guðnadóttir For Petra I úr Tár
Pjotr Tsjajkovskíj Píanókonsert nr. 1
Daníel Bjarnason I Want To Be Alive - þríleikur fyrir hljómsveit - frumflutningur

Stórar spurningar um mennsku, vitund og samspil tækni og goðsagna liggja til grundvallar hljómsveitarverkinu I Want To Be Alive (Ég vil vera lifandi) eftir Daníel Bjarnason sem verður Íslandsfrumflutt á tónleikunum. Frumgerð upphafskaflans var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2023 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Daníel endurskoðað kaflann frá grunni og bætt við tveimur nýjum þáttum.

Á tónleikunum leikur píanóleikarinn Anna Geniushene einn þekktasta og vinsælasta píanókonsert allra tíma, hinn kraftmikla og tilfinningaríka konsert nr. 1 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Geniushene hefur á síðustu árum skotist upp á stjörnuhimininn, einkum eftir að hafa hreppt silfurverðlaunin í hinni virtu Cliburn píanókeppni árið 2022. Um þátttöku hennar þar hafði gagnrýnandi Musical America þetta að segja: „Algert orkubúnt með kraftmikinn persónuleika og fullkomna tækni...hélt þessum gagnrýnanda á sætisbrúninni“.

Kvikmyndin Tár, sem fjallar um raunir hljómsveitarstjórans Lydiu Tár, vakti mikla athygli árið 2022. Myndin skartaði vel þekktri sígildri tónlist og seiðandi kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur, þar á meðal er hið kyrrláta og fallega verk For Petra I. Flutningurinn er góð upphitun fyrir aðra tónleika með verkum Hildar síðar á starfsárinu.

*Píanóleikarinn Eric Lu sem upphaflega átti að koma fram á tónleikunum hefur því miður þurft að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra orsaka. Í hans stað mun Anna Geniushene leika píanókonsert Tsjajkovskíjs.

Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir

A

8.700 kr.

B

6.700 kr.

C

4.900 kr.

D

2.990 kr.

X

10.100 kr.

Dagskrá

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

a large empty auditorium with red seats and a stage .

Næstu viðburðir í Eldborg