Græn skref í ríkisrekstri
Harpa hefur lokið öllum fimm Grænum skrefum Umhverfisstofnunar. Fyrir viðskiptavini okkar þýðir það að öll starfsemi hússins byggir á ábyrgu umhverfisstarfi og sjálfbærum lausnum sem skapa betra umhverfi fyrir viðburði og gesti.
Harpa hefur skilað inn Grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar frá árinu 2019. Tilgangurinn er að safna saman upplýsingum um innkaup á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu, aðallega í formi tölulegra gagna. Með grænu bókhaldi fylgist Harpa með magni losunar, metur árangur og grípur til aðgerða til að draga úr umhverfisáhrifum. Það sem eftir situr er síðan kolefnisjafnað af Hörpu.
Í samstarfi við Klappir Grænar Lausnir nýtir Harpa grænt bókhald sem öflugt umhverfisstjórnunartæki sem tryggir nákvæmt yfirlit og góða eftirfylgni með gögnum. Árangur starfsins er birtur árlega í Sjálfbærniskýrslu Hörpu.