29. apríl 2025, 00:00

Opið fyrir umsóknir í Upprásina 2025-2026

Opið er fyrir umsóknir í Upprásina til 5. maí.

a group of people laying on their backs with the word upprasin in white letters

Harpa í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2 standa fyrir Upprásinni, en það liður í dagskrárstefnu Hörpu að styðja við og bæta aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum að Hörpu og auka við fjölbreytni og aðgengi tónlistaráhugafólks að nýrri íslenskri tónlist, beint úr grasrót tónlistarlífsins, flutta við kjöraðstæður í tónlistarhúsi þjóðarinnar.

Upprásin var haldin í fyrsta sinn 2023. Upprásin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 í flokknum viðburður ársins og einnig til "Shout out" verðlaunananna hjá Reykjavik Grapevine Music Awards.

Opið er fyrir umsóknir fyrir þátttöku í Upprásinni veturinn 2025-2026 og eru öll áhugasöm hvött til að sækja um.

Frestur til að senda inn umsókn er til og með 5. maí nk.

Nánari upplýsingar , https://www.harpa.is/styrkir/upprasin

Fréttir