1. apríl 2025

Hagræn áhrif Hörpu

Ný skýrsla um hagræn áhrif tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur litið dagsins ljós. Skýrslan var unnin af Rannsóknasetri skapandi greina að frumkvæði Hörpu og varpar ljósi á efnahagslegt gildi starfseminnar.

Harpa Concert Hall and Conference Centre with a blue background

Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að starfsemi Hörpu hafi veruleg efnahagsleg áhrif. Áætlað er að árleg verðmætasköpun nemi um 10 milljörðum króna og heildarskatttekjur af starfseminni um 9 milljarða. Þetta er töluvert hærra en núverandi rekstrarframlag til Hörpu.

Þá kemur fram að um 650 störf megi rekja með beinum og óbeinum hætti til starfseminnar. Þar má nefna allt frá tæknimönnum, sviðsmönnum og hljóðmönnum sem tryggja að tónleikar og ráðstefnur gangi snurðulaust fyrir sig, til veitingafólks, ferðamannaþjónustu og hönnuða sem njóta áhrifa af fjölbreyttri starfsemi hússins. Hörpu má því líkja við hjarta sem dælir lífi út í skapandi greinar og þjónustu í borginni.

Jafnframt er ljóst að áhrif Hörpu verða ekki einungis metin í tölum. Skýrslan gefur til kynna að húsið hafi haft víðtæk áhrif á menningu, skapandi greinar og samfélagið í heild, og er von Rannsóknaseturs skapandi greina að frekari rannsóknir muni varpa enn skýrara ljósi á þessa þætti.

Lestu skýrsluna HÉR

Fréttir